Hummus inniheldur hollt hráefni eins og baunir, tahini og ólífuolíu sem gott er að gera hluta af mataræðinu. Það eru til óteljandi útfærslur af hummus, verið óhrædd við að prufa ykkur áfram í hummusgerð. Hér að neðan er uppskrift af hummus sem ég útbý oft og á til í ískápnum.
Hummus:
1 krukka af kjúklingabaunum
2 msk tahini
safinn úr ½ límónu eða sítrónu
1-2 hvítlauksrif, pressuð
½ – 1 tsk sjávarflögur
¼ tsk cuminduft
cayenne pipar af hnífsoddi
1 msk steinselja eða kóríander, smátt saxað, má líka sleppa
1-2 msk góð kaldpressuð ólífuolía
smá vatn eftir smekk, ef þarf
Aðferð: Setjið allt hráefnið í matvinnsluvél og blandið þar til maukið er orðið silkimjúkt. Smakkið til eftir smekk, eða þynnið með örlítið af vatni úr krukkunni ef þarf (1 msk. í einu).
*Geymist í 5-7 daga í kæli í loftþéttu íláti.
Einfaldara gerist það ekki.
- Category: ídýfur & sósur
Leave a Reply