Þessi æðislega sítrónu-límónukaka er alveg tilvalin til að útbúa og eiga í frysti fyrir matarboð, saumaklúbb eða ef gesti ber óvænt að garði. Það er ekki hægt að klúðra henni því hún er svo einföld! Uppskriftin er úr matreiðslubókinni „Gott Réttirnir okkar“ sem er í miklu uppáháldi hjá mér. Gott er lítill fallegur veitingarstaður í Vestmanneyjum sem að mínu mati allir ættu að prófa einn daginn.
Botn
100gr möndlur
150gr döðlur (steinlausar)
50gr kókosmjöl
2 msk. kókosolía, fljótandi
Aðferð – botn
- hitaofninn í 180 gráður.
- Setjið allt í matvinnsluvél og maukið þar til hefur blandast vel saman.
- Setjið smjörpappír í hringlag form og þjappið botninn og upp með köntunum.
- Bakið í 10-15 mínútur eða þangað til botninn fer að gillast á köntunum.
Fylling
1 avókadó
3 msk kókosolía
1 banani (vel þroskaður)
3-4 msk. fljótandi sæta, lífrænt hlynsíróp eða annað
safi úr eini sítrónu eða tveimur límónum
örlítið salt
Aðferð – fylling
- Maukið allt saman í matvinnluvél, hellið yfir botninn og setjið í frysti.
- Mér finnst kakan best 10-15 mínútum eftir að hún er tekin úr frysti.
- Þá er auðvelt að skera hana, kakan mjög fersk og góð og svo er hún æðisleg með þeyttum rjóma.
Færslan er unnin í samstarfi við Heilsu