Það eru margir ávinningar af því að búa til sinn eigin safa, þar sem þeir eru fullir af mikilvægum næringarefnum, vítamínum og steinefnum. Sumir leggja í vana sinn að byrja daginn á ferskum safa og er oft erfitt að slíta sig frá þessari góðu næringu. Það er mjög gott að vera opinn fyrir því að prófa nýjar fæðutegundir í ferskum söfum.
Nokkrar ábendingar og ráð til að fá sem mest úr safanum þínum:
Þegar valið er ávexti er best að hafa ávöxtinn frekar þroskaðan. Það gefur hámarks magn af safa og bestu bragð af djúsinum þínum.
Forðastu ávexti sem eru of þroskaðir eða vanþroskaðir, þeir eru yfirleitt ekki að gera gott fyrir djúsinn.
Gott er að venja sig á að þvo blandarann eftir notkun. Það er mun auðveldara en að þrífa hann seinna þegar allt hefur harðnað fast við könnuna.
Til að fá sem mest út úr sítrusávöxtum, er betra að nota frekar ferska ávexti en ekki keyptan safa.
Til að koma í veg fyrir að safinn verði brúnleitur drekktu hann strax eða helltu honum í könnu. Kreistu svo sítrónusafa eða settu skeið af c-vítamín dufti út í svo að safinn haldi litnum sínum. Best er að drekka safann á innan við 20 mínútum svo að hann sé sem ferskastur.
Það er til ótrúlega mikið af safauppskriftum en ekki gleyma að vera skapandi, gera tilraunir og nota hráefni sem líkami þinn hefur gott af. Það er um að gera að blanda saman því sem að er til í ísskápnum og vera opin/n fyrir því að prófa nýjar uppskriftir.